25.03.1961
Efri deild: 84. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1370 í B-deild Alþingistíðinda. (1426)

21. mál, leiðsaga skipa

Frsm. (Kjartan J. Jóhannsson):

Herra forseti. Frv. á þskj. 542, sem lagt var fram í Nd., um skattfrelsi vinninga í happdrætti Styrktarfélags vangefinna, var með þeirri grg., að mörgum brýnum verkefnum félagsins væri enn skammt á veg komið og fjárþörf því mikil. Félagið hyggs afla fjár með happdrætti. Nm. voru samþykkir þessu og mæla með, að félagið fái þessi réttindi, því að skattfrelsið mun vera nauðsynlegt til þess að örva söluna. En við meðferð málsins í hv. Nd. hefur öðrum félögum, sem líkt stendur á um, verið bætt við.

Heilbr.- og félmn. þessarar d. var samþykk því að mæla með frv., eins og það er nú á þskj. 646. Tveir hv. þm. voru fjarstaddir afgreiðslu málsins í n. Annar þeirra, hv. 2. þm. Reykv. (AuA), hefur tjáð mér, að hún sé samþykk afgreiðslu n. Hinn hv. þm., sem fjarverandi var, var hv. 9. þm. Reykv. (AGl).

Ég tel ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um þetta. N. leggur til, eins og ég sagði áðan, að frv. verði samþ. óbreytt.