29.03.1961
Sameinað þing: 63. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1762 í B-deild Alþingistíðinda. (1738)

Starfslok deilda

Forseti Íslands (Ásgeir Ásgeirsson):

Í dag hefur verið gefið út forsetabréf, sem hljóðar svo:

„Forseti Íslands gerir kunnugt:

Ég hef ákveðið, að Alþingi, 81. löggjafarþingi, skuli slitið í dag. Mun ég því slíta Alþingi í dag, miðvikudaginn 29. marz 1961.

Gert í Reykjavík, 29. marz 1961.

Ásgeir Ásgeirsson.

Ólafur Thors.“

Samkvæmt þessu bréfi, sem ég nú hef lesið, lýsi ég yfir því, að þessu þingi, sem nú hefur lokið störfum, er slitið.

Ég óska þingmönnum velfarnaðar, þjóðinni allra heilla og bið þingmenn að minnast fósturjarðar vorrar, Íslands, með því að rísa úr sætum.

Þingheimur stóð upp, og forsrh., Ólafur Thors, mælti: „Heill forseta vorum og fósturjörð. Ísland lifi.“ Tóku þingmenn undir þau orð með ferföldu húrrahrópi.

Var síðan af þingi gengið.