27.03.1961
Sameinað þing: 56. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 557 í D-deild Alþingistíðinda. (2622)

143. mál, radíóviti á Sauðanesi

Gunnar Jóhannsson:

Herra forseti. Ég vil fyrir hönd okkar flm. þakka hv. fjvn. fyrir afgreiðslu hennar á þáltill. okkar á þskj. 224. Við getum fellt okkur við þá orðalagsbreytingu, sem n. hefur gert á till., í trausti þess, að hæstv. ríkisstj. og vitamálastjóri hraði byggingu radíóvitans á Sauðanesi við Siglufjörð, eftir því sem hægt verður. Ég tel mig geta fullyrt það, að fyrir byggingu þessa víta er mikill áhugi meðal skipstjórnarmanna og annarra sjómanna. og þeir, sem bezt þekkja staðhætti, telja, að bygging radíóvita á Sauðanesi við Siglufjörð muni stórlega auka á öryggi sjófarenda. Fyrir því vonast ég til þess, að hv. alþm. samþ. tillöguna.