05.03.1962
Neðri deild: 59. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1419 í B-deild Alþingistíðinda. (1159)

35. mál, atvinnubótasjóður

Frsm. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. Þegar málið var til 2. umr. í þessari hv. deild, var óskað eftir því, að þær tillögur, sem fyrir lægju, væru athugaðar af fjhn. Nefndin hefur ekki haft tækifæri til þess að halda fund um málið. Form. hennar hefur tjáð mér, að hann muni gera það á morgun, og vildi ég óska, að málið yrði tekið út af dagskrá, en hins vegar mætti setja það á dagskrána á morgun, því að þá mundi n. vera búin að athuga tillögurnar.

Forseti tók málið af dagskrá, og á sömu leið fór á 60. fundi í Nd., 6. marz.