27.03.1962
Neðri deild: 77. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2042 í B-deild Alþingistíðinda. (1723)

178. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Frsm, meiri hl. (Birgir Finnsson):

Hæstv. forseti. Frv. til l. um tekjustofna sveitarfélaga hefur verið lagt fram í hv. d. í framhaldi af þeirri bráðabirgðabreytingu á lögum nr. 66/1945, um útsvör, sem gerð var með I. nr. 43/1960, og er frv. undirbúið af nefnd þeirri, sem undirbjó bráðabirgðabreyt. 1960 og samdi þá einnig frv. það, sem varð að lögum nr. 19/1960, um jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Heilbr.- og félmn. hefur rætt frv. á fimm fundum, Þar sem Hjálmar Vilhjálmsson ráðuneytisstjóri var einnig mættur, en hann var formaður n. þeirrar, sem hæstv. fjmrh. skipaði til að undirbúa málið. Veitti ráðuneytisstjórinn heilbr.- og félmn. mikilsverða aðstoð, og leyfi ég mér að þakka það fyrir hennar hönd.

Þó að nm. séu sammála um ýmis atriði í frv., eru þar einnig önnur atriði, sem ágreiningur er um og valda því, að n. hefur ekki orðið sammála. Hefur mér verið falin framsaga fyrir nál. meiri hl. á þskj. 461. Eins og þar kemur fram, standa fjórir nm.brtt. á þskj. 462, en einn þeirra, hv. 4. þm. Reykn., áskilur sér rétt til að flytja frekari brtt. og skila séráliti Hv. 4. landsk. þm. skilar einnig séráliti, en við hinir, sem í n. erum, mælum með frv. með þeim breyt., sem eru á þskj. 462.

Við 1. umr. þessa máls gerði hæstv. fjmrh. ýtarlega og glögga grein fyrir efni frv., og í grg., sem því fylgir, er mikinn fróðleik að finna. Mun ég þess vegna ekki rekja efni frv. að ráði, heldur ræða málið almennt og gera grein fyrir brtt. á þskj. 462 og víkja um leið að þeim athugasemdum, sem fram komu við 1. umr. málsins hjá hv. þdm., eftir því sem mér finnst tilefni til.

Í mörg ár hafa forustumenn sveitarfélaganna og samtaka þeirra fundið til Þess, að sveitarfélögin hefðu ónóga tekjustofna, einkum með hliðsjón af því, að lögboðin útgjöld þeirra hafa farið vaxandi ár frá ári. Till. um samræmingu þeirra reglna, sem farið er eftir við álagningu gjalda til sveitarsjóðanna, eiga einnig upptök sín hjá samtökum sveitarfélaga og hjá forustumönnum í sveitarstjórnarmálum. Það er þetta tvennt, tekjustofnarnir og samræming ákvæða um álagningu gjalda til sveitarsjóða, sem frv. á þskj. 389 fjallar aðallega um, og í þriðja lagi fjallar það um framkvæmd álagningarinnar, einkum með hliðsjón af fyrirhuguðum breyt. á skattalögum, á þá lund, að skattanefndir og yfirskattanefndir verði lagðar niður, en skattstjórar annist skattastörfin í þeirra stað, í umdæmum, sem verða hin sömu og hin nýju kjördæmi, og Vestmannaeyjar að auki, eins og upplýst var við 1. umr.

Sveitarstjórnarmenn bentu fyrir allmörgum árum á hluta af söluskatti og landsútsvör sem nýja tekjustofna fyrir sveitarfélögin til viðbótar útsvörum og fasteignaskatti. Þessar till. fengu engar raunhæfar undirtektir um langan tíma, en lítilsháttar fasteignaskattur, sem runnið hafði í ríkissjóð, var afhentur sveitarfélögunum, þegar ekki þótti lengur svara kostnaði fyrir ríkið að innheimta þann skatt. Annað og meira var ekki gert fyrir sveitarfélögin í þessu efni, fyrr en stuðningsflokkar núv. ríkisstj. tóku þá ákvörðun 1960 að leggja 20% af söluskatti í jöfnunarsjóð sveitarfélaga, og skyldi framlagið til sjóðsins það ár eigi vera minna en 56 millj. kr. Við þetta var staðið og úthlutað úr sjóðnum á árinu 1960 kr. 54 750 317.00, en eftir urðu þá vegna skerðingarákvæðanna kr. 1249 683.00 í sjóðnum. S.l. ár nam úthlutunin kr. 69 954 357: 00, en eftir urðu kr. 962 443.00 vegna skerðingarinnar. Á þessu ári er framlagið til sjóðsins áætlað í fjárlögum kr. 83 400 000.00, eða kr. 27 400 000.00 hærra en það var fyrir tveimur árum. Heildarupphæð útsvara á öllu landinu árið 1959 nam kr. 432 846 090.00, en kr. 420 672 585.00 árið 1960, þ.e.a.s. útsvörin lækkuðu þá miðað við árið áður um kr. 12173 505.00, enda þótt gjaldstofninn, tekjurnar, sem útsvör eru lögð á, hafi þá hækkað í krónutölu. Það voru jöfnunarsjóðsframlagið og bráðabirgðabreytingin á útsvarslögunum 1960, sem gerðu þessa þróun mögulega, og sýna staðreyndir það nú glöggt, að bráðabirgðabreyt. var nauðsynleg jafnhliða þeirri ákvörðun að afhenda sveitarfélögunum 1/5 hluta söluskattsins í gegnum jöfnunarsjóð.

Einnig er það mín skoðun, að komið hafi glögglega í ljós, að bráðabirgðabreyt. útsvarslaganna hafi verið æskileg, til þess að hægt væri að byggja heildarendurskoðun l., sem nú liggur fyrir í frumvarpsformi, á þeirri reynslu, sem fengizt hefur.

Þær upphæðir, sem sveitarfélögin hafa fengið úr jöfnunarsjóði, svöruðu til um 13% viðbótar við álögð útsvör á öllu landinu 1960 og um 15% viðbótar s.l. ár. Auk þess að greiða söluskattshlutann til sveitarfélaganna er sjóðnum m.a. ætlað að greiða fram úr fjárhagserfiðleikum þeirra, samkv. l. um eftirlit með sveitarfélögum, og að greiða aukaframlög til þeirra sveitarfélaga, sem fá ekki nægileg útsvör á lögð samkv. lögum um útsvör. Til þess að sinna þessum verkefnum hefur sjóðurinn nú ekki aðrar tekjur en þann afgang, sem eftir verður vegna þess ákvæðis 2. gr. l., að ekkert sveitarfélag fái hærra framlag en sem nemi 50% af niðurjöfnuðum útsvörum næstliðið ár. Í frv. því, sem hér liggur fyrir, er lagt til, að þetta skerðingarmark verði 60% af samanlögðum fasteignasköttum, aðstöðugjöldum og útsvörum, og mun þannig fé það, sem eftir verður í sjóðnum vegna skerðingarinnar, stöðugt fara minnkandi. Til þess að sjóðurinn verði samt megnugur þess að aðstoða sveitarfélögin, samkv. því, sem ég áðan sagði, er nú lagt til, að heimilað verði að halda eftir 1% af tekjum hans, unz sjóðurinn nemur allt að 5 millj. kr. Veitti ég því athygli við 1. umr., að einn hv. ræðumaður úr liði stjórnarandstöðunnar lýsti yfir velþóknun sinni með þetta ákvæði í frv.

Sveitarfélögin hafa þannig undanfarin tvö ár notið góðs af þeirri ákvörðun stjórnarflokkanna að afhenda 20% af söluskattinum sem nýjan tekjustofn. Samkv. 17. og 18. gr. frv. er nú einnig ráðgert að koma til móts við óskirnar um landsútsvör, þ.e. útsvör ýmissa stofnana og fyrirtækja, sem eiga afkomu sina undir viðskiptum við alla landsmenn. Skulu 3/4 hlutar landsútsvaranna ganga til jöfnunarsjóðs, en 1/4 hluti kemur í hlut þess staðar, þar sem starfsemi stofnananna eða fyrirtækjanna fer fram. Eins og frá er skýrt í grg. frv., er áætlað, að þessi tekjustofn gefi til að byrja með um kr. 29120000.00, sem mundi þá skiptast þannig, að kr. 7 280 000.00 rynnu til einstakra staða, en kr. 21840 000.00 rynnu í jöfnunarsjóð sveitarfélaga og skiptist þaðan til þeirra á sama hátt og söluskatturinn, þ.e.a.s. miðað við íbúatölu hvers sveitarfélags. Fyrirtæki þau, sem ætlað er að greiða landsútsvör samkv. frv., hafa að vísu flest greitt nokkur gjöld áður til þeirra sveitarfélaga, þar sem þau hafa starfrækslu, t.d. Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins. Af þessu leiðir það, að mestur ávinningur verður af landsútsvörum fyrir sveitarfélög, þar sem engin slík starfræksla hefur áður verið, en það eru flest hinna minni sveitarfélaga í landinu. Aftur á móti er augljóst, að nokkur sveitarfélög geta tapað á breytingunni til að byrja með a.m.k., t.d. Siglufjörður, Raufarhöfn og Patreksfjörður. Þar sem þannig stendur á, þarf að vera möguleiki fyrir jöfnunarsjóð til að hlaupa undir bagga, og Þess vegna er flutt brtt. 6 á þskj. 462, sem þannig hljóðar, með leyfi hæstv. forseta:

„Við ákvæði til bráðabirgða bætist nýr stafliður, svo hljóðandi:

f. Á árunum 1963—1965 skal ráðh, heimilt að verja fé úr jöfnunarsjóði til þess að bæta sveitarfélögunum að nokkru eða öllu leyti þann halla, sem þau kunna að biða vegna ákvæðanna um landsútsvör, ef hallinn er verulegur fyrir sveitarfélagið og útsvarsbyrði þess til muna meiri en almennt gerist.“

Tímatakmörkin í till. miðast við það, að samkv. b-lið í ákvæðum til bráðabirgða í frv. verða aðeins álögð landsútsvör samkv. 18. gr. c. á Þessu ári, þ.e.a.s. landsútsvör af heildarsölu olíufélaganna, en önnur landsútsvör koma fyrst til framkvæmda á næsta ári. Þess vegna er lagt til, að heimildin gildi frá 1963, og á hinn bóginn er lagt til, að heimildin sé tímabundin til ársins 1965, þannig að reynslan geti úr því skorið, hvort Þá verði nauðsynlegt að framlengja heimildina.

Við 1. umr. um þetta frv. létu ýmsir hv. ræðumenn stjórnarandstöðunnar í ljós þá skoðun, að till. um landsútsvör gengju of skammt, og boðuðu brtt., sem mundu ganga lengra, og er það eins og vant er úr þeirri átt, að stjórnarandstaðan telur sig geta gert allt fyrir alla, einnig það, sem látið var ógert, meðan hv. stjórnarandstæðingar höfðu aðstöðu til. í sambandi við landsútsvörin tel ég mest um vert að fá að þessu sinni staðfesta með lagasetningu þá reglu, sem sveitarstjórnarmenn hafa lengi óskað eftir. Síðar mun gefast tækifæri til að láta landsútsvör ná til fleiri aðila en frv. tiltekur, og leyfi ég mér að skírskota til ummæla hæstv. fjmrh. við 1. umr. um áframhaldandi athugun á því, með hverjum hætti rétt sé að haga greiðslum fleiri aðila, svo sem peningastofnana, til sveitarfélaganna.

Þess hefur orðið vart upp á siðkastið í ýmsum sveitarfélögum, að meira er um framkvæmdir en oft áður, við t.d. gatnagerð og vatnsveitur. Er það mín skoðun, að þarna gæti m.a. þeirra áhrifa, sem söluskatturinn hefur þegar haft á framkvæmdagetu sveitarfélaganna. Hækkun söluskattshlutans og landsútsvörin munu tryggja áframhald þessarar þróunar og gera sveitarfélögunum fært að sjá fyrir sameiginlegum þörfum íbúanna í ríkari mæli en áður og án Þess að ofþjaka útsvarsgreiðendum með allt of háum útsvarsálögum. Þetta eru að mínum dómi raunhæfustu ráðstafanir, sem gerðar hafa verið til að tryggja það sjálfstæði sveitarfélaganna, sem hv. þdm. hafa borið svo mjög fyrir brjósti, bæði við 1. umr. um þetta frv. og við umr. um þessi mál á þinginu 1960.

Áður en ég læt útrætt um jöfnunarsjóðinn, vil ég vekja athygli á 2. brtt. á þskj. 462. Samkv. gildandi ákvæðum skal framlag jöfnunarsjóðs greitt til sveitarfélaganna Þrisvar á ári, fyrir 15. janúar, 15. júlí og 15. október. Lagt er til, að í stað 15. júlí komi 15. maí, og kemur það sér betur fyrir sveitarfélögin og hentar ráðuneytinu fullt eins vel, vegna þess að um miðjan júlí er mest um sumarfrí.

Eins og ég gat um áðan, hafa till. um samræmingu lagaákvæða um álagningu gjalda komið frá samtökum sveitarfélaganna. Ástæðan er sú, að meðan mikils ósamræmis gætir í þessu efni, getur það valdið megnri óánægju gjaldenda á þeim stöðum, sem leggja mest á, og jafnvel stuðlað að fólksflutningum til annarra staða, þar sem gjaldabyrðin er minni. Afstaða gjaldendanna að þessu leyti er skiljanleg og eðlileg. En á hinn bóginn verður ekki fram hjá því gengið, að bæði eru þarfir sveitarfélaganna og aðstaða Þeirra til tekjuöflunar mjög misjafnar. Fullkomin samræming á álagningu þeirra gjalda, sem renna í sveitarsjóði, er þess vegna ekki framkvæmanleg, nema jafnframt eigi sér stað jöfnun tekna á milli sveitarfélaganna innbyrðis. Ef til vill kemur að því, að fundin verði leið til þess að koma þessari samræmingu á til fulls, en það gerist hvorki í einu stökki né tveimur, heldur í fleiri áföngum. Fyrsti áfanginn í þessa átt var farinn árið 1960 með setningu laga nr. 43, um bráðabirgðabreyt. á l. nr. 66/1945, um útsvör. Og með frv. því, sem hér liggur fyrir, verður stigið annað mikilvægt spor í þessa átt, verði frv. samþ.

Við 1. umr. virtist mér, að hv. ræðumenn hefðu einna minnst við fasteignaskattinn að athuga. Sá er þó munur á till. frv. og gildandi laga, að frv. gerir ráð fyrir, að skatturinn verði lögboðinn, en ekki aðeins heimilaður, eins og nú er. Mörg af minnstu sveitarfélögum landsins hafa ekki notfært sér þennan skatt, og fá þarna nýjan tekjustofn. Einn hv. þdm. gerði athugasemd við það við 1. umr., að samkv. frv. verður afnumin heimild til þess að hafa skattinn mismunandi eftir því, til hvers eignirnar eru notaðar, og af húseignum enn fremur mismunandi eftir verðmæti þeirra, íbúafjölda o.s.frv. Eftir því sem ég þekki til, þar sem þessi heimild hefur verið notuð, hefur Þetta reynzt örðugt og margbrotið í framkvæmd og Þess vegna verið fellt niður. Frv. gerir ráð fyrir fastákveðnum skatti, sem er jafn hámarksheimildum samkv. gildandi l. Sami hv. þdm. hreyfði í þessu sambandi hugmynd um verðhækkunarskatt lóða. Það er í sjálfu sér athyglisverð hugmynd, en slíkur skattur getur varla orðið fastur og tryggur tekjustofn. Vil ég í því sambandi benda á það, sem sagt er um reynslu Dana á Þessu sviði á bls. 31 í grg. þeirri, sem frv. fylgir, en þar segir svo, með leyfi hæstv. forseta, Þegar talað er um verðhækkunarskatt í Danmörku:

„Í lögum um eignarskatt til sveitarfélaga frá 1926 var sveitarfélögunum í Danmörku veitt heimild til að leggja á sérstakan verðhækkunarskatt, og eftir breyt. á I. þessum 1933 er þetta fastur skattur, en mjög erfitt hefur reynzt að framkvæma álagningu hans, og því gefur hann mjög litlar tekjur enn sem komið er. Reglur þær, sem gilda um mat eigna í þessu skyni, eru mjög flóknar, og mest eru það áætlanir, sem stuðzt er við, frekar en raunhæft mat á verðhækkuninni.“

Fasteignaskatturinn mun gefa þeim sveitarfélögum, sem hafa notfært sér hann, um 30 millj. kr. á ári. Ýmsir eru þeirrar skoðunar, að sveitarfélögin eigi að leggja á hærri fasteignagjöld, en lægri útsvör, og skírskota til fyrirmynda erlendis frá, þar sem sveitarfélögin hafa mestar tekjur sínar af fasteignum. Fyrir íslenzkar aðstæður mun bezt henta að fara báðar leiðirnar, en vel má vera, að nokkuð mætti auka fasteignaskattinn, með því m.a. að koma fasteignamatinu í betra horf en nú er, og væri þá eitthvað hægt að létta útsvörin.

Einn er sá tekjustofn sveitarfélaga, sem margir hafa amazt við á liðnum árum. Það eru veltuútsvör. Þessi tekjustofn hefur þó verið sveitarfélögunum nauðsynlegur, til þess að þau gætu náð til fjölda gjaldenda, sem þau hafa ekki getað fengið gjöld af með öðrum hætti. Námu veituútsvörin í landinu um 76 millj. kr. árið 1960 og um 85 millj. kr. s.l. ár., samkv. því, sem upplýst er á bis. 17 í grg. með frv. Með frv. er lagt til, að veltuútsvörin verði lögð niður. En það segir sig sjálft, að þær upphæðir, sem ég nefndi, geta sveitarfélögin ekki misst, nema eitthvað annað komi í staðinn, og samkv. frv. er lagt til, að það skuli vera aðstöðugjald. Nokkrir hv. þdm. fundu hugmyndinni um aðstöðugjald ýmislegt til foráttu við 1. umr. þessa máls, m.a. það, að útgjöldin sem viðmiðun til álagningar væru ranglát, jafnvel ranglátari en veltan, gjaldið legðist þungt á þá, sem yrðu fyrir óhöppum í rekstri sínum. Einnig hefur í erindi til heilbr.- og félmn. verið talið, að samkv. orðalagi 9. gr. frv. mundi vera hægt að leggja aðstöðugjald á eigin fjárfestingu og birgðaaukningu, og bent hefur verið á þann aðstöðumun, sem verzlun og iðnaður fyrir innlendan markað hafa umfram útflutningsfyrirtæki til þess að velta aðstöðugjaldinu af sér yfir á viðskiptamenn sina. Einn hv. þdm. undirstrikaði skilmerkilega, að hann vildi hafa aðstöðugjaldið hið sama um land allt.

Í tilefni af þessari gagnrýni vil ég taka þetta fram:

Það er alls ekki tilætlunin, að aðstöðugjaldinu sé sérstaklega beitt til þess að íþyngja þeim, sem verða fyrir óhöppum í rekstri sínum, ekki frekar en veltuútsvarinu var beitt þannig. Sveitarstjórnirnar hafa aðeins heimild til þess að leggja á gjaldið, eins og nú er með veituútsvarið. Reynsla er fyrir því, að þegar örðugleikar steðja að einhverri atvinnugrein, þá hefur þessi heimild ekki verið notuð nema mjög vægilega, því að flestir sveitarstjórnarmenn eru nátengdir atvinnulífinu og vita, hvar skórinn kreppir. Þannig var t.d. ekki lagt neitt veltuútsvar á vélbátaútgerðina í Vestmannaeyjum s.l. ár. Og í mínu byggðarlagi, þar sem vélbátaútgerðin hefur lengst af átt erfitt uppdráttar, hefur útgerðinni oftast verið hlíft við álögum, þrátt fyrir heimild til að leggja á veltuútsvör. Ég tel fyrir mitt leyti enga ástæðu til að ætla, að sveitarstjórnir notfæri sér aðstöðugjaldið að þessu leyti af meiri hörku en veltuútsvarið.

Aðfinnslunum um eigin fjárfestingu og birgðaaukningu tel ég vera eytt með 1. brtt. á þskj. 462, þar sem lagt er til, að 9. gr. orðist þannig, með leyfi hæstv. forseta: „Aðstöðugjald skal miða við samanlögð rekstrarútgjöld næstliðið almanaksár, þar með taldar fyrningarafskriftir samkv. ákvæðum skattalaga, svo og vörukaup verzlana og efniskaup vegna framleiðslu iðnaðarfyrirtækja. Aldrei skal reikna aðstöðugjald af hærri upphæð en sem nemi brúttótekjum.“

Þá er það aðstöðumunur verzlana og iðnaðar fyrir innlendan markað, samanborið við útflutningsfyrirtæki. Þessi aðstöðumunur hefur alla tíð verið fyrir hendi. Þar er ekki um nýtt fyrirbrigði að ræða í sambandi við aðstöðugjaldið. En það er tekið tillit til þessa aðstöðumunar í flokkun gjaldanna í 10. gr. frv., þar sem flokkarnir eru fjórir, þ.e.a.s. a) allt að 1/2% af rekstri fiskiskipa og flugvéla, b) allt að 1% af rekstri verzlunarskipa, c) allt að 11/2% af hvers konar iðnaðarrekstri og d) allt að 2% af öðrum atvinnurekstri. Innan þessara takmarka geta sveitarstjórnir ráðið gjaldinu.

Vegna hugileiðinga hv. 1. þm. Norðurl. v. við 1. umr. þessa máls á þá leið, að æskilegt mundi vera, að aðstöðugjaldið væri hið sama alls staðar í landinu, vil ég láta í ljós, að það gleður mig, að hann skuli nú vera inni á þeirri hugsun. Með aðgerðum stjórnarfiokkanna 1960 og með þessu frv. er einmitt stefnt að meiri samræmingu í álagningu gjalda til sveitarsjóða en áður hefur tíðkazt. Fyrir 1960 var þetta þannig, að sveitarstjórnir gátu haft sjálfdæmi um hæð veituútsvaranna, og munu hafa þekkzt dæmi þess, að þau væru allt að 5%. Sömuleiðis var það svo fyrir 1960, að hver sveitarstjórn gat sett sér álagningarreglur um útsvör, þannig að sá möguleiki var fyrir hendi, að reglurnar yrðu jafnmargar og sveitarfélögin. Með bráðabirgðabreyt. útsvarslaganna 1960 voru veltuútsvörin í fyrsta sinn takmörkuð og eru nú bundin við 3% mest. Þá voru jafnframt lögfestir þrír útsvarsstigar. Ég minnist þess frá umr. í hv. deild 1960, að ýmsir flokksbræður hv. 1. þm. Norðurl. v. töluðu af mikilli fyrirlitningu um þetta mál, kölluðu frv., sem þá var flutt, hrákasmíði og öðrum ónefnum og töldu, að með því að afnema hina gömlu, góðu reglu um álagningu útsvara eftir efnum og ástæðum væri verið að svipta sveitarfélögin ævafornu sjálfsforræði. Tveggja ára reynsla hefur nú sýnt, að þetta var ástæðulaus ótti hjá flokksbræðrum hv þm., og þess vegna kúvendir hann nú Framsóknarfleyinu með snörum handtökum og finnst ekki nógu langt gengið í samræmingarátt að því er aðstöðugjaldið áhrærir að þessu sinni. Ég fagna þessari breyttu afstöðu, sem nú lýsir sér einnig í því, að þeir menn, sem áður vildu ekki afnema regluna um efni og ástæður, fagna mjög yfir því, að í frv. er gert ráð fyrir einum útsvarsstiga í stað þriggja áður.

Tveimur smávægilegum aths. hv. 1. þm. Norðurl. v. vil ég svara, áður en ég lýk við að ræða um aðstöðugjaldið. Honum finnst þörf á að orða undanþáguna fyrir sláturhús og mjóikurbú skýrar. Það stendur í 8. gr., með leyfi hæstv. forseta:

„Undanþegnir aðstöðugjaldi eru þeir, sem um ræðir í 29. gr., svo og skólar, barnahæli, sjúkrahús, elliheimili, orkuver til almenningsþarfa, sláturhús, mjólkurbú og olíufélög, sem greiða landsútsvar.“

Er hægt að orða Þetta skýrar? Ég kem ekki auga á það, og er mér nær að halda, að hv. þm. hafi ekki verið búinn að lesa greinina, þegar hann talaði við 1. umr.

Hin aths. var um mjólkurbúð, sem er rekin í tengslum við mjólkurstöð. Spurt var, hvort greiða ætti aðstöðugjald af slíkri búð. Ég tel tvímælalaust, að á rekstur mjólkurbúðarinnar megi leggja aðstöðugjald, ef sveitarstjórn vill notfæra sér heimildina til þess.

Í sambandi við gjalddaga fasteignaskatta og aðstöðugjalds komu fram tilmæli við 1. umr. þess efnis, að sveitarstjórnum yrði heimilað að haga innheimtu þessara gjalda á sama hátt og innheimtu útsvara. Þessi tilmæli hafa verið tekin til greina með brtt. 5 á þskj. 462, þar sem segir, með leyfi hæstv. forseta:

„Á eftir 66. gr. bætist ný grein, svo hljóðandi: Heimilt er sveitarstjórn að breyta gjalddögum þeirra gjalda, sem renna eiga í sveitarsjóð, til samræmis við gjalddaga útsvara.“

Við 1. umr. varð ég þess ekki var, að hv. ræðumenn gagnrýndu að ráði þá till., sem í frv. felst, að einn og sami útsvarsstigi skuli notaður fyrir allt landið, þó þannig, að við hann megi bæta allt að 30% til þess að ná áætluðum útsvarsupphæðum. Þvert á móti fögnuðu menn þessu ákvæði frv., eins og ég vék að áðan. Mig minnir þó, að hv. 1. þm. Norðurl. v. hafi saknað þarna takmörkunar á hinn veginn, sem sé fyrir því, hversu mikinn afslátt megi veita frá útsvarsstiganum. Ég álít ekki, að slíkrar takmörkunar sé þörf, m.a. vegna ákvæða 20. gr. frv. um skerðingu á framlögum úr jöfnunarsjóði og vegna ákvæða 22. gr., sem gerir ráð fyrir rannsókn á fjárreiðum sveitarfélags, sem þarfnast aukaframlags vegna þess, að útsvörin hafi ekki gefið því nægilegar tekjur. Segir m.a. í 22. gr., að ráðuneytið geti sett það skilyrði fyrir aukaframlagi, að sveitarstjórn hafi notað heimildir til hækkunar fasteignaskatta og aðstöðugjalda.

Ég hygg, að það hafi verið sami hv. þm., sem hreyfði því við 1. umr., að betur mundi fara á því að leggja útsvör á félög eftir hlutfallslegum stiga, en ekki stighækkandi. Sú hætta, sem um var talað í þessu sambandi, tel ég, að sé hverfandi lítil, þar sem útsvarsstigi félaganna á bls. 7 í frv. er aðeins í tveimur þrepum og hækkunin nálægt því að vera hlutfallsleg.

Minnzt var á það við 1. umr., að útsvarsstiginn samkv. 32. gr. byrjaði of neðarlega, þ.e.a.s. á 15–20 þús. kr. hreinum tekjum. Ég vil í þessu sambandi benda á, að einn af þeim þremur útsvarsstigum, sem lögfestir voru árið 1960, byrjaði á 7–10 þús. kr. Var sá stigi þá saminn af nokkrum valinkunnum oddvitum, sem vildu reyndar láta stigann byrja enn þá neðar. Gagnvart þeim sveitarfélögum, sem sérstakra hagsmuna hafa að gæta í þessu efni, en það eru mörg minnstu sveitarfélög landsins, eru þess vegna settar þrengri skorður til tekjuöflunar en nú gilda. Vil ég í þessu sambandi einnig benda á þann aukafrádrátt, sem heimilaður er samkv. 32. gr., og heimildina til þess að fella niður útsvarsálagninguna á tekjur, sem lægri eru en svo, að útsvar af þeim nemi 1000 kr.

Við samningu þeirra tillagna, sem í frv. eru um heimildir fyrir sveitarstjórnirnar til að leggja á gjöld fyrir sveitarsjóðina, hefur það verið haft í huga annars vegar að ganga sem lengst í þá átt að samræma álagningarreglurnar, en hins vegar að sníða ekki sveitarstjórnunum allt of þröngan stakk til tekjuöflunar, því að slíkt væri vissulega sama og svipting sjálfsforræðis. Ég skal játa, að þetta er vandasamt verk, sem að sjálfsögðu hlýtur misjafna dóma. En reynslan fær væntanlega að skera úr um það, hvernig til hefur tekizt með samningu þessa frv. Það hlaut eftir atvikum góðar viðtökur í hv. deild við 1. umr., og vænti ég, að með þeim breyt., sem eru á þskj. 462, þyki það enn betur aðgengilegt.

Ég mun í máli mínu hér að framan hafa gert grein fyrir brtt. öllum nema tveimur. Það er fyrst 3. brtt., þess efnis, að í 45. gr. miðist stærð þeirra sveitarfélaga, sem heimilað verði að leggja á útsvör án milligöngu skattstjóra, við 500 íbúa í stað 300, eins og í frv. stendur. Sú tilhögun á samstarfi skattstjóra og sveitarstjórna við úrvinnslu framtala og álagningu gjalda, sem frv. gerir ráð fyrir, mætti talsverðri gagnrýni við 1. umr., einkum með tilliti til þeirra staða, þar sem samgöngur eru erfiðastar. Með umræddri brtt. er reynt að koma til móts við þá gagnrýni. Þess er hins vegar að vænta, að alls staðar, þar sem því verður við komið með góðu móti, notfæri sveitarfélögin sér þá þjónustu og fyrirgreiðslu, sem skattstofurnar geta veitt og eiga að veita. Nýskipun þessara mála samkv. skattalagafrv. þarf að sjáifsögðu að sýna sig í reynd, en menn mega ekki bíta sig um of í gamalt fyrirkomulag, sem orðið er á eftir tímanum, þótt það hafi einhverja kosti.

Að endingu kem ég svo að 4. brtt. á þskj. 462. Hún er um það að fella niður 51. gr. frv. Varðandi þá grein barst heilbr.- og félmn. svofellt bréf, dagsett 17. þm., frá Landssambandi ísl. útvegsmanna, með leyfi hæstv. forseta:

„Í framhaldi af bréfi voru, dagsettu í dag, í sambandi við frv. það til laga um tekjustofna sveitarfélaga, sem nú hefur verið lagt fyrir Alþ., óskum við eftir að taka fram eftirfarandi:

Í 51. gr. frv. er þeim, sem kaupa fisk eða framleiðsluvöru eða annast sölu hennar, gert að skyldu að viðlagðri ábyrgð að halda eftir 21/2–10% af söluverði vöru til greiðslu gjalda, sem lögð eru á samkv. frv. á framleiðanda eða seljanda vöru.

Hér er um að ræða ákvæði, sem getur orðið til þess að torvelda greið viðskipti milli aðila, t.d. þegar um er að ræða aflakaup af fiskiskipi. Þegar slík kaup eiga sér stað, þá er það regla, að fyrir liggur krafa frá viðskiptabanka, sem lánað hefur út á óveiddan afla, að fá greidd 35% af aflanum upp í skuld fyrirtækisins við bankann. Jafnframt er það fyrir hendi, t.d. á síldveiðum, að um 55% af aflanum er kaup skipshafnarinnar, og af þeim hluta er skipshöfnum greitt upp í kaup sitt og aflahlut, en afgangur þessa hundraðshluta bíður lokauppgjörs. Framan af vertið er því ekki nema um ca. 10% af aflanum að ræða, sem hægt er að ráðstafa til að standa straum af ýmsum útgerðarkostnaði, svo sem olíu, greiðslu veiðarfæra og viðhaldi þeirra, viðgerðarkostnaði á skipi og vél, hafnargjöldum o.fl. í aflabrestsárum, sem á síldveiðum s.l. 18 ár hafa verið miklu fleiri en hin, hafa þessar aðstæður til greiðslu haldizt til loka vertíðarinnar. Með frv. á að taka verulegan hluta eða jafnvel öll þessi 10%, sem útvegsmaðurinn hefur haft til að halda útgerðinni gangandi yfir vertíðina, og gæti það leitt til ófyrirsjáanlegra truflana á útgerð fjölda skipa, auk þess sem það bakar fiskkaupendum margs konar óþægindi og kostnað. Og þar sem þetta er í rauninni óframkvæmanlegt, mundu ákvæði frv., ef þeim væri framfylgt, oft leiða til Þess, að fiskkaupendur yrðu að greiða útsvör fiskseljenda, með þeim afleiðingum, að þeir gætu eigi staðið í skilum með greiðslur, sem þeim er skylt að inna af hendi, svo sem kaup eigin starfsmanna. Ýmsar ástæður geta leitt til þess, að fiskkaupandi, sem haldið hefur eftir hundraðshluta afla upp í gjöld, komist í greiðsluþrot, þannig að útvegsmaður, sem átti kost á að fá sitt fé greitt, ef hann hefði haft heimild til þess að taka við því, getur þurft að snara gjöldunum út sjálfur, þótt viðskiptamaður hans hafi haldið þeim eftir samkv. ákvæðum frv. þar sem ákvæði þetta kemur til með að gera viðskipti erfiðari og flóknari en þau hafa verið, förum við fram á, að greinin verði felld úr frv.“

Lýkur Þar bréfinu. Það mættu einnig fulltrúar frá Landssambandi ísl. útvegsmanna á fundi n. til viðræðna um Þetta mál og fleira; og viljum við, sem flytjum brtt. á þskj. 462, fallast á erindi Landssambandsins þessu viðvíkjandi.

Ég legg svo til, að brtt. á Þskj. 462 verði samþ. og frv. svo breyttu verði vísað til 3. umr.