14.04.1962
Neðri deild: 92. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2164 í B-deild Alþingistíðinda. (1823)

134. mál, Ríkisábyrgðasjóður

Frsm. meiri hl. (Jóhann Hafstein):

Hæstv. forseti. ríkisábyrgðir á lánum og lán vegna ýmiss konar framkvæmda í landinu á undanförnum árum og bein lán ríkisins hafa verið veigamikill þáttur í aukningu atvinnulífsins og efnahagsuppbyggingunni. Á s.l. þingi voru sett sérstök og ný lög um ríkisábyrgðir, og hér liggur nú fyrir frv., sem búið er að fara í gegnum Ed., frv. til laga um ríkisábyrgðasjóð.

Það sýnist í hæsta máta eðlilegt, að nánari ákvæði hafi verið og séu sett um ríkisábyrgðirnar. Það má að vísu deila um það, hvort eðlilegt hefði verið, að þetta mál ætti fremur heima í einu frv. en tveimur, en það er aðeins form, en ekki efni, að því er mér skilst, og í fjhn. Nd. höfum við í meiri hl. lagt til á þskj. 761, að frv. verði samþ. óbreytt.