13.02.1962
Efri deild: 46. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2265 í B-deild Alþingistíðinda. (1927)

139. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Hv. þm, óskaði eftir því að fá samanburð, ekki aðeins á heildartekjuskattinum annars vegar og skatti samvinnufélaga, heldur hvað önnur félög borguðu. Það er sjálfsagt að upplýsa hann um það.

Árið 1959 var heildartekjuskattur allra félaga á landinu 30 millj., og af því borguðu samvinnufélögin og Sambandið 2.1 millj. (KK: En útsvör?) Árið 1960 var heildartekjuskattur allra félaga 351/2 millj., og af því borguðu samvinnufélögin 2.8 millj. Hv. þm. vildi þá flýja inn í það vígið, að þau borguðu hins vegar, þó að lítið væri nú um greiðslur af hendi þessara félaga til ríkisins, þá borguðu þau mikið til sveitarfélaganna. Þetta er nokkuð málum blandað. T.d. hefur það verið þannig hér í Reykjavík, þar sem Samband ísl. samvinnufélaga er staðsett og nýtur náttúrlega margvíslegra hlunninda og gæða frá höfuðborginni og margvíslegrar þjónustu, að sum ár hefur það verið undanfarið, sem þetta stóra fyrirtæki hefur ekki borgað einn einasta eyri í útsvar til Reykjavíkurborgar.