17.04.1962
Neðri deild: 97. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2419 í B-deild Alþingistíðinda. (2021)

225. mál, kjarasamningar opinberra starfsmanna

Jóhann Hafstein:

Hæstv. forseti. Fjhn. hafði þetta mál til meðferðar í morgun. Eins og mönnum er ljóst, hefur þingið ekki haft langan tíma til að fjalla um þetta mál, en nm. voru sammála um að mæla með því, að frv. yrði samþ., og litu svo á, að hér væri um að ræða samningsmál, sem hefur haft langan aðdraganda milli ríkisstj. annars vegar og samtaka launþegasamtakanna hins vegar, og eins og málið ber að, verði því annaðhvort að hrökkva eða stökkva með það, en tæplega fært, eins og á stendur nú, að gera á því nokkrar breytingar, enda þótt menn kannske vildu og ætla mætti, að eitthvað mætti betur fara. Niðurstöður n. eru að þessu athuguðu að leggja til, að frv. verði samþ. óbreytt.