02.04.1962
Neðri deild: 81. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2488 í B-deild Alþingistíðinda. (2149)

161. mál, ættaróðal og erfðaábúð

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Hæstv. forseti. Frv. það, sem hér um ræðir, var flutt hér í hv. Nd. á síðasta þingi, en dagaði þá uppí. Það var endurflutt að þessu sinni í hv. Ed. og hefur fengið afgreiðslu þar. Frv. er samið af ábúðarlaganefnd, en sú nefnd var kosin samkv. þáltill. í Sþ. 4. maí 1959.

Frv. þetta gerir ekki ráð fyrir neinum verulegum grundvallarbreytingum frá eldri lögum, heldur miðar miklu frekar að því að samræma hin ýmsu atriði við núverandi aðstæður. Ég sé ekki ástæðu til þess að rekja efni frv. eða breytingar. Frv. fylgir grg. ásamt umsögn um hinar ýmsu greinar frá hv. ábúðarlaganefnd, og skýrir það sig að nokkru sjálft. Smávægilegar breytingar voru samþykktar í hv. Ed. eftir tillögum, sem bárust frá búnaðarþingi.

Ég legg til, að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. landbn.