02.03.1962
Efri deild: 55. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 511 í C-deild Alþingistíðinda. (2957)

160. mál, kirkjugarðar

Frsm. (Auður Auðuns):

Herra forseti. Frv. þetta er flutt af menntmn. þessarar hv. þingdeildar að beiðni kirkjumrh. Það skal tekið fram, að þegar nefndin ákvað á fundi sínum að verða við þeirri beiðni, voru tveir nm. fjarverandi, þeir hv. 5. þm.. Reykn. og hv. 5. þm.. Austf. Samhljóða frv. var einnig flutt á síðasta þingi af nefndinni, þá einnig að beiðni kirkjumrh., en varð ekki útrætt á þinginu. Áður hafði verið flutt frv. mikið til samhljóða þessu á þingi því, er sat 1959–60, og verið afgreitt með rökstuddri dagskrá.

Um efni og tilgang frv. vísa ég til þeirrar grg., sem því fylgir. Nefndin mun að sjálfsögðu taka frv, til ýtarlegrar athugunar fyrir 2. umr., en einstakir nm. áskilja sér rétt til að bera fram eða fylgja brtt., sem fram kunna að koma við frv. Frv. er flutt af nefnd, og geri ég því ekki till. um vísun til nefndar, en leyfi mér að leggja til við hæstv. forseta, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr.