11.04.1962
Sameinað þing: 52. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 587 í D-deild Alþingistíðinda. (3530)

162. mál, skóli fyrir fiskmatsmenn

Flm. (Ingvar Gíslason):

Herra forseti. Við höfum leyft okkur 4 þm. að flytja till. til þál. um skóla fyrir fiskmatsmenn, verkstjóra í fiskiðnaði o.fl., en till. hljóðar svo: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstj. að beita sér hið fyrsta fyrir setningu löggjafar um sérstakan skóla fyrir fiskmatsmenn, verkstjóra í fiskiðnaði og aðra leiðbeinendur og starfsmenn við fiskverkun.“ Þessi till. hefur tvívegis áður verið flutt á Alþingi, en ekki náð fram að ganga og er flutt í þriðja skipti, í þeirri von, að hún verði loks samþykkt.

Ég hef áður rætt þessa till. nú á þessu þingi í sambandi við annað mál, og ég ætla því ekki að fara mjög langt út í það nú að ræða hana, en vísa til þess, sem ég sagði þá, og jafnvel þó að nú sé liðið nokkuð á þingtímann og ólíklegt, að meira sé eftir af þingi en um það bil ein víka, þá vona ég þó, ef þessu máli verður nú vísað til nefndar, að sú n., sem fær málið til afgreiðslu, geti fjallað um það og skilað áliti sínu, þannig að till. verði samþykkt.

Ég vil geta þess í framhaldi af því, sem ég hef áður sagt um þetta mál, að ég hef átt tal við fiskmatsstjóra ríkisins um málið. og hann mælir eindregið með hví, að slíkum skóla sé komið upp. Sjálfur hefur hann beitt sér fyrir námskeiðum fyrir fiskmatsmenn og raunar verkstjóra í fiskiðnaði líka, því að eins og nú er háttað, þá eru verkstjórar og fiskmatsmenn í hraðfrystihúsunum raunar eitt og hið sama yfirleitt, en hann mælir mjög með því, fiskmatsstjóri, að slíkum skóla verði komið upp, og telur það hið mesta nauðsynjamál.

Ég vil biðja hæstv. forseta að fresta nú umr. um þessa till. og óska eftir því, að henni verði vísað til allshn.