18.10.1961
Sameinað þing: 21. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 451 í B-deild Alþingistíðinda. (356)

1. mál, fjárlög 1962

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Ég hef tekið það fram áður, þó að það hafi farið fram hjá þessum hv. þm., að til þess að greiða framlag ríkissjóðs til atvinnuleysistryggingasjóðs með skuldabréfi þarf annaðhvort samkomulag milli ríkisstj. og stjórnar atvinnuleysistryggingasjóðs eða lagabreytingu, sem heimilar ríkissjóði að greiða þessa upphæð með skuldabréfi. Þetta hef ég tekið fram hér áður. Það hefur vitanlega aldrei komið til mála að breyta gildandi lögum með fjárlögum, og annað tveggja af þessu, sem ég nefndi, verður að sjálfsögðu að vera fyrir hendi.