19.12.1961
Sameinað þing: 31. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 522 í B-deild Alþingistíðinda. (393)

1. mál, fjárlög 1962

Sigurvin Einarsson:

Herra forseti. Út af grg. hv. 1. þm. Vestf. (GíslJ), þar sem hann segir, að það hafi legið fyrir fundi þm. Vestf. tilboð um 50 þús. kr. gjöf frá Arnfirðingum í þennan veg, þá er þetta á misskilningi byggt. Bréfið lá ekki fyrir, og var ekki frá því skýrt á þeim fundi.

Út af því, sem hv. þm. sagði, að það hefði verið samkomulag um skiptinguna, þá er það rétt, það sem það nær. En það var ekkert samkomulag um að flytja engar hækkunartillögur um vegi. Þar sem hann talar um yfirboð, þá er það að vissu leyti rétt, því að hér er boðið yfir núll, þar sem það er enginn eyrir lagður til í þennan veg, og segi ég já.