16.03.1962
Neðri deild: 68. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 586 í B-deild Alþingistíðinda. (615)

147. mál, aðstoð við vangefið fólk

Frsm. (Jón Kjartansson):

Herra forseti. Með frumvarpi þessu er farið fram á tvennt: í fyrsta lagi að framlengja enn um fimm ára skeið tímabil það, sem greiða skal svokallað flöskugjald til styrktar vangefnum, og í öðru lagi hækka gjaldið úr 10 aurum af flösku upp í 30 aura. Það þykir nauðsynlegt að stíga þetta skref vegna þess, hve seint gengur að búa vangefnum þá aðstoð, sem nauðsynleg er. Heilbr.- og félmn. mælir einróma með því, að Þetta frv. verði samþykkt.