18.04.1963
Neðri deild: 79. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1323 í B-deild Alþingistíðinda. (1271)

242. mál, fasteignamat

Einar Ingimundsson:

Herra forseti. Allshn. hefur haft til athugunar frv. til l. um fasteignamat og fasteignaskráningu, og leggur n. einróma til, að frv. verði samþ. í því formi, sem það kom frá Ed., en þar voru gerðar á því nokkrar breytingar. N. hefur að vísu haft nokkuð nauman tíma til athugunar á frv., en þó nægilega langan til þess, að nm. hafa myndað sér skoðun um, að rétt væri að mæla með því, að frv. verði samþ. óbreytt, og þær breyt. og nýmæli, sem í frv. felast, væru eðlilegar og sumar jafnvel nauðsynlegar. Annars er þeim breyt. og n$mælum, sem í frv. felast miðað við gildandi lög, lýst á bls. 6–7 í aths. með frv., og skírskota ég til þeirra. — Eins og ég áður sagði, mælir allshn. einróma með, að frv. verði samþ. óbreytt í því formi, sem það kom frá Ed.