17.12.1962
Neðri deild: 29. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 193 í C-deild Alþingistíðinda. (2103)

49. mál, félagsheimili

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég vil mjög taka undir orð hv. síðasta ræðumanns í sambandi við skuldir félagsheimilasjóðs og greiðslu á byggingarstyrkjum. Mér finnst það vera raunverulega mjög athyglisvert, að hv. menntmn. segir um þetta mál ekki eitt einasta orð í sínu nál. Að gefnu því tilefni vildi ég mega óska þess, að hæstv. forseti frestaði þessari umr. og n. aflaði sér upplýsinga um þær ógreiddar kvaðir, sem á félagsheimilasjóðnum hvíla í dag, og gerði hv. Alþingi fullkomna grein fyrir málinu, áður en gengið er til atkv. um málið. Ég vænti þess, að hv. frsm. fallist á þessa beiðni og hæstv. forseti verði við henni. Verði því neitað, mun ég ekki sjá mér fært að greiða atkv. með málinu.