06.03.1963
Sameinað þing: 35. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 477 í D-deild Alþingistíðinda. (3349)

250. mál, síldariðnaður á Vestfjörðum

Kjartan J. Jóhannsson:

Herra forseti. Vegna fjarveru hv. 1. flm. vil ég leyfa mér að mæla nakkur orð um þessa fsp., sem er í tveimur liðum.

Í fyrri liðnum er spurt um, hvað líði athugun þeirri, er framkvæmd skyldi samkv. þáltill. þeirri, er samþ. var á Alþingi 27. maí 1980, um möguleika til starfrækslu verksmiðjanna á Djúpuvík og á Ingólfsfirði. Þessar verksmiðjur voru einu meiri háttar atvinnufyrirtækin á þessum stöðum. Það var því mikið áfall fyrir fólkið, sem þar á heima, þegar aflinn brást ár eftir ár, þar til að síðustu eigendur gátu ekki lengur starfrækt verksmiðjurnar, sem höfðu verið meðal beztu og afkastamestu verksmiðja hér á landi. Nú hefur síldaralinn aukizt á ný með bættri tækni. Auk þess nýtum við nú betur aflann en nokkru sinni áður í salt, frystingu og niðursuðu. Vegna, þess að skipin fá meira fyrir aflann í salt eða frystingu, vitja þau ógjarnan fara með aflann á staði, þar sem ekki er hægt að nýta hluta hans þannig. Þó hafa nokkrar verksmiðjur gripið til þess ráðs að taka við afla veiðiskipanna í önnur skip og flytja til sín, og hefur það gefið allgóða raun. Í þessu sambandi dettur mér í hug, að erlendis er nú farið að flytja vatn, lýsi og olíur í svokölluðum sæslöngum úr plasti. Talið er, að þessir flutningar séu mun ódýrari eða allt að helmingi ódýrari en með skipum. Mér er kunnugt um, að íslenzkur verkfræðingur telur, að ekkert vandamál sé að flytja síld á þennan hátt. Auk þess væri hægt að flytja lýsi, ef á lægi, eða nota, þær sem varageyma, ef lýsisgeymar fylltust, sem stundum hefur valdið löndunarstöðvun. Væri vissulega vert fyrir okkur að gefa þessu gaum. Þarna væri væntanlega ekki hætta á, að síldin kastaðist til, eins og komið hefur fyrir í skitunum. Aðalatriðið er, að Leitað sé allra ráða til að nýta verksmiðjurnar eða það, sem eftir er af þeim, þar sem þær eru, því að þótt auðið sé að flytja tækin, fara alltaf mikil verðmæti forgörðum, sem ekki koma. að notum nema þar, sem þau eru nú, og enginn veit, hvenær síldin fer aftur á fornar síldarslóðir.

Um annan lið fsp. gegnir öðru máli. Á Vestfjörðum frá Patreksfirði að Djúpi eru skilyrði allvíða góð til söltunar og frystingar á síld, og hefur nakkuð verið saltað og fryst á undanförnum árum, þó miklu minna en unnt hefði verið, ef hægt hefði verið að losna við afganginn í bræðslu, þannig að skipin gætu verið viss um að losna við allan aflann, ef þau kæmu þangað. Mikill áhugi er nú fyrir vestan að bæta úr þessu. Er þegar byrjað að breyta fiskimjölsverksmiðjum á nokkrum stöðum, svo að þær geti unnið úr nokkru magni af síld, og í athugun að auka afköstin enn frekar eða byggja nýjar og stærri verksmiðjur. Enn er ótalið, að búið er að reisa verksmiðju í Álftafirði, sem vonir standa til að geti soðið niður síld í stærri stíl en áður hefur verið gert hér á landi. Og á Ísafirði eru starfandi þrjár niðursuðuverksmiðjur, sem hafa allmikla reynslu í niðursuðu.

Um líkurnar á því að fá síld vil ég aðeins segja þetta: Það hefur fengizt síld í frystingu á vorin og stundum í salt á haustin, og að vetrinum er oft ekki lengra eða verra að fara af vetrarsíldveiðum undan Jökli til Vestfjarða heldur en til Reykjavíkur eða hafnanna sunnanvert við Faxaflóa. Áður voru stórar síldarverksmiðjur bæði á Hesteyri og á Flateyri og fengu árum saman nóg af síld. Það mun þar að auki skoðun fiskifræðinga, að síldin fari af miðunum, t.d. undan Jökli, áfram vestur og norður fyrir land. Þó að ekki hafi nema stundum orðið vart við hana á þeirri leið, hefur það kannske meðfram verið vegna þess, að skip hafa ekki verið til staðar. Það hefur verið hætt vetrarsíldveiðum og ekki byrjaðar aðrar sumarsíldveiðar, þegar síldin hefur verið á ferðinni á þessum slóðum. Um smásíldina til niðursuðu er það að segja, að hún hefur veiðzt árlega, þegar hægt hefur verið að selja hana, sem aðallega hefur verið í beitu.

Við fyrirspyrjendur höfum viljað vekja athygli hæstv. ríkisstj. og Alþingis á þessu máli og væntum þess, að hæstv. ráðh. greiði fyrir því, að kamið verði til móts við útgerðarmenn og sjómenn í þessum landshluta með síldarleit og leiðbeiningar á þeim tíma, sem fiskifræðingar telja líklegastan til árangurs.