12.03.1963
Efri deild: 55. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 756 í B-deild Alþingistíðinda. (632)

173. mál, happdrætti dvalarheimilis aldraðra sjómanna

Frsm. (Kjartan J. Jóhannsson):

Herra forseti. Heilbr.- og félmn. hefur rætt frv. og mælir einróma með samþykkt þess.

Þetta frv. er um framlengingu happdrættis dvalarheimilis aldraðra sjómanna. Um þær breyt. frá gildandi l., sem lagt er til að gerðar verði, er fullt samkomulag milli hinnar þingkjörnu n., sem undirbjó frv. um byggingarsjóð aldraðs fólks, og forustumanna D.A.S. En aðalbreytingin er, að hluti af tekjum happdrættisins renni til sjóðsins. Fyrst um sinn rennur hitt til að ljúka þeim áföngum hjá D.A.S. hér í Reykjavík, sem þegar hafa verið undirbúnir, en síðar er gert ráð fyrir að styrkja byggingu dvalarheimila aldraðs fólks annars staðar á landinu.