21.03.1963
Neðri deild: 57. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 902 í B-deild Alþingistíðinda. (856)

177. mál, aðstoð við kaupstaði og kauptún vegna landakaupa

Frsm. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. Allshn. hefur haft tækifæri til þess að athuga brtt., sem komið hafa fram á þskj. 403 og 405. Leggur n, til, að brtt. á þskj. 405 verði ekki samþ. Hér er aðeins um að ræða, hvort heldur setja skuli í frv. orðið: „landkaup“ eða „landakaup“. N. sér ekki ástæðu til að breyta fyrirsögninni og leggur því til, að brtt. verði felld. Ég skal ekki taka upp neinar deilur við háskólaborgara um það, hvort beygingin á nafninu sé rétt eða ekki, en meiri hl. n. leggur til, að brtt. verði felld. Meiri hl. n. leggur einnig til, að brtt. á þskj. 403 frá Hannibal Valdimarssyni verði felld.

N. hefur hins vegar komið sér saman um að bera fram nýja brtt., sem ekki hefur gefizt tími til að láta prenta, en brtt. hljóðar þannig:

Brtt. við frv. til l. um aðstoð ríkisins við kaupstaði og kauptún vegna landakaupa. Frá heilbr: og félmn.

Við 1. gr. l stað orðanna „2 millj. kr.“ í upphafi gr. komi: 3 millj. kr.”

N. er einróma sammála um að leggja til, að þessi brtt. verði samþ. Ég vil leyfa mér að afhenda hæstv. forseta skriflega brtt. Það þarf að sjálfsögðu tvöföld afbrigði til þess, að hún megi koma til umr., en ég vænti þess, að fallizt verði á að afgreiða málið úr þessari hv. d. í dag með þeirri breyt., sem meiri hl. n. og n. að sumu leyti öll hefur lagt til að gerð verði á frv.