08.05.1964
Efri deild: 85. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1089 í B-deild Alþingistíðinda. (767)

197. mál, Ljósmæðraskóli Íslands

Dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Það kann að orka nokkuð tvímælis, hvort þessar till. séu önnur eða báðar til bóta, og það er erfitt við síðustu umr. fyrir mig að segja til um það án frekari athugunar. Þetta frv. er samið af landlækni og í samráði við aðra aðila en mig, en er þó mitt verk að flytja það. Ég tel rétt þess vegna, að umr. verði frestað, ætti ekki að tefja fyrir málinu, þannig að mér gefist tækifæri til þess að athuga þetta nokkuð.

Sjálfum finnst mér um fyrri till. af þeirri stuttu reynslu, sem ég hef haft í heilbrigðismálunum, að það sé ekki til bóta að setja þennan skóla undir yfirstjórn menntmrh. Mér er ljóst, að það hefur verið stefnan á síðari árum, að yfirleitt allt skálakerfið sé undir menntmrh., og er líklega lítið annað en bændaskólarnir, sem eru undir landbrh., af skólum landsins, og þess vegna væri þetta í samræmi við þá þróun. Hjúkrunarskólinn er undir menntmrh. Ég segi það á engan hátt til hnjóða núv. eða fyrrv. menntmrh., en ég hef nokkra ástæðu til að ætla, að hann hefði alveg eins verið vel kominn undir. heilbrmrn En þetta er mér ekkert kappsmál eða metnaðarmál á neinn hátt, ég vil taka það skýrt fram, en mundi vilja gjarnan fá tækifæri til að athuga till. og yrði því frestað umr. í bili.