06.04.1965
Neðri deild: 64. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1503 í B-deild Alþingistíðinda. (1216)

138. mál, læknaskipunarlög

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Það kom fram í ræðu hv. 3. þm. Reykv. (EOI), að honum er alveg ljóst, að mikið átak hefur verið gert undanfarin ár í þeim efnum að bæta aðstöðu þeirra námsmanna, sem stunda hásólanám og æðra nám bæði hér heima og að honum er jafnljóst og okkur, sem með stjórnina förum, að brýna nauðsyn ber til þess að bæta enn kjör og námskilyrði námsmanna, bæði heim og erlendir, þótt mikið hafi að vísu verið gert undanfarin ár. okkur kann að vísu að greina á um, hvaða form bæri hentugast til þessara endurbóta. En í raun og veru er það aukaatriði í málinu, aðalatriðið er það, að haldið sé áfram á þeirri braut sem fetuð hefur verið ótrauðlega, sérstaklega hin allra síðustu ár, að auka bæði námslán og námsstyrki til nemenda, bæði hér heima og erlendis, Hann kýs að gefa nafnið námslaun þeim styrk, sem nemendum kann að verða veittur. Sá háttur hefur ekki tíðkazt hér á landi enn, og ég endurtek það, sem ég hef einnig sagt fyrr í þessum umr., að það tel ég aukaatriði. Aðalatriðið er, að þingheimur verð á einu máli um að bæta enn um það, sem hér hefur verið myndarlega gert, að því er ég tel, á undanförnum árum.

Hv. 5. landsk. þm. (RA) gerði hins vegar nokkra tilraun til þess í orðum sem hann mælti hér áðan, að gera lítið úr þeirri aukningu námslána og styrkja, sem átt hefur sér stað undanfarið, án þess þó að færa töluleg rök fyrir þeim ummælum sínum. auðvitað er það algjölega rétt hjá hv. 5. landsk. þm., að krónutalan ein í fjárl. á 15 ára tímabili segir ekki til um raunverulegar bætur á lífskjörum eða námsskilyrðum stúdentanna, hvorki hér heima sé erlendis, enda hafði mér aldrei dottið slíkt í hug. Ég sá ekki ástæðu til að fara lengra út i þetta mál hér um daginn en að geta þeirrar gífurlegu aukningar, sem orðið hefur á fjárframlögum hins opinbera og lánveitingum bankakerfisins til þessara þarfa, en af skýrslu minni kom í ljóst að það fé, sem nú á þessu ári mun vera til ráðstöfunar í námslán og námsstyrki samtals, mun verða 16.5 millj. kr,. en hliðstætt fé var árið 1950 1.1. millj. kr., þannig að þetta fé hefur á s.l. 15 árum hvorki meira né minna en 16-faldazt. En til þess að menn mikli ekki fyrir sé það, sem hv. 5. landsk. þm. sagði um þetta efni, hef ég í skyndingu athugar, hver breyting hefur orðið á vísitölu og gengi erlends gjaldeyris á þessu sama tímabili og sömuleiðis, hver fjölgun hefur orðið á útskrifuðum stúdentum á þessu sama tímabili. Ég tel rétt, að menn hafi, fyrst málinu var á annað borð bein inn á þessa braut, réttar tölur fyrir sér í þessum efnum , einkum og sér í lagi þar sem hv. þm. Ragnar Arnalds nefndi enga tölu í þessu sambandi, heldur sagði aðeins, að þessar tölur mætti ekki taka bókstaflega, þær sem ég nefndi heldur yrði einnig að hafa hliðsjón af hinni gífurlegu hækkun vísitölu, hækkun á gjaldeyrisgengi og fjölda stúdenta, en tölur um þetta efni eru þessar:

Vísitalan 1950, eins og hún var reiknuð, var 109.9 stig. Sams konar vísitala var 1959 203.6 stig. Og sé hún áfram reiknuð með sama hætti er hún í ár, síðasta vísitala, 340.6 stig eða m.ö.o. vísitalan 1959 var 85% hærri en hún hafði verið 1950, og frá 1959—65 hækkar hún enn um 70%, og vísitalan nú er 310 stig miðað við 100 1950. Hún hefur rúmlega þrefaldazt á sama tíma sem krónutalan til styrkja og lána hefur 16-faldast.

Gjaldeyrisgengið 1950 var 16.32 var komið á 30% yfirfærslugjaldi, sem svara til þess, að stúdentar hafi fengið gjaldeyri á 21.22 kr., ég miða við gengið á dollar rúmar 43 kr. 1959 var þannið það gjaldeyrisgengi sem stúdentar þurftu að greiða, 30% hærra en það hafði verið 1950, en 1965 er það orðið 164% hærra en það hafði verið 1950. En tölurnar um lán og styrki hafði ég nefnt áðan, svo að það er raunar alveg sama hvort miðað er við þróun verðlagsins hér innanlands eins og það er mælt í vísitölunni eða í gengi erlends gjaldeyris, að fjárveitingarnar til styrkja og lána hafa aukizt margfalt á við það,s em bæði vísitala og gjaldeyrisgengi hefur hækkað.

Þriðja atriðið nefndi hv. þm., sem var fjöldi stúdenta, og ég hef í skyndingu einnig aflað mér upplýsinga um tölu stúdenta 1950, 1959 og 1964. Tala stúdenta 1950 var 204 á öllu landinu, tala stúdenta 1959 var 209, hafði aðeins fjölgað um 5, en tala stúdenta á s.l. ári var 430. Fjöldi stúdenta hefur þannig aðeins tvöfaldazt á þessu 15 ára tímabili, á þeim sama tíma sem framlög til styrkja og lána hafa 15—16 faldazt.

Ég læt þessa aðeins getið, til þess að menn viti hvað satt sé og rétt i þessum efnum, en engan veginn til þess að halda því fram, að við höfum í dag náð einhverju fullkomnunarástandi í þessum efnum. Ég hef þegar tvívegis áður við þessar umr. undirstrikað, að það er skoðun ríkisstj., að hér þurfi enn að gera mun betur en þegar hefur verið gert. og ég skal ljúka þessum orðum mínum með því að vísa enn til þess, sem ég hef sagt, að vonir standa til þess, að næsta haust muni verða lagt fram hér á hinu háa Alþ. af ríkisstj. til Alþ. muni enn felast verulegar umbætur á kjörum íslenskra námsmanna bæði heima og erlendis.