10.11.1964
Neðri deild: 13. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 129 í B-deild Alþingistíðinda. (128)

16. mál, orlof

Frsm. (Guðlaugur Gíslason):

Herra forseti. Eins og fram kemur í aths. með frv. þessu og ítrekað var í framsöguræðu af hæstv. félmrh., þegar málið var til 1. umr. í þessari hv. d., þá er hér um að ræða staðfestingu á hluta af samkomulagi, sem gert var hinn 5. júní s.l. milli ríkisstj., Alþýðusambands Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands, þannig að orlof verkafólks skyldi lengjast úr 18 dögum í 21 dag, eða sem svarar hækkun orlofsfjár úr 6% í 7%. — Heilbr: og félmn. tók þetta mál fyrir á fundi hinn 4. þm., og leggur nefndin einróma til, að frv. verði samþykkt óbreytt.