10.12.1964
Efri deild: 29. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 140 í B-deild Alþingistíðinda. (157)

6. mál, þingsköp Alþingis

Frsm. meiri hl. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Allshn. hefur haft mál þetta til meðferðar, og hafa úrslit málsins í n. orðið þau, sem fram kemur í nál. á þskj. 134. Við 5, sem að því álíti stöndum, mælum með samþykkt frv., en tveir hv. nm., þeir hv. 1. þm. Vestf. og hv. 3. þm. Norðurl. v., hafa óbundnar hendur um afstöðu til málsins.

Það er rétt, að vakin sé athygli á því í sambandi við meðferð þessa máls, enda bar það á góma, þegar málið var til umr. í n., að frv. þetta, þótt samþykkt verði, mundi ekki ná til allra nefnda þingsins. Það mundi ekki ná til þingfararkaupsnefndar, en ástæóar. til þess er sú, sem hv. þdm, mun raunar kunnugt, að ákvæðin um skipun þingfararkaupsnefndar eru í l. um þingfararkaup, en ekki í I. um þingsköp Alþingis. Nú er rétt að taka það fram, að við allir, sem að meirihlutanál. stöndum, vorum sammála um það, að rétt væri að heimila fjölgun í þingfararkaupsnefnd eins og öðrum nefndum þingsins. En við, sem skrifað höfum undir nál. án fyrirvara, teljum, að eðlilegt sé að breyta l. um þingfararkaup sérstaklega og þar með þá fyrst og fremst ákvæðum um þingfararkaupsnefndina. Nú væri vitanlega hægt að taka breytingu á þeim l. inn í þetta frv., en við, sem skrifum undir nál. án fyrirvara, töldum þó eðlilegra að hafa hinn háttinn á. Að vísu munu ýmis fordæmi fyrir því, að breytingar séu gerðar á fleiri en einum l. í einu frv. Allir hv. þdm. þekkja hina svonefndu bandorma, eins og þeir hafa verið kallaðir, og vissulega geta bandormarnir verið nauðsynlegir og gegnt nytsömu hlutverki, en við litum þannig á, að æskilegt væri að hafa þá ekki fleiri né lengri en brýna nauðsyn bæri til, og með tilliti til þess, að tiltölulega viðtækt samkomulag virðist vera um þá breytingu, sem frv. kveður á um, töldum við réttara að hafa þann hátt á, sem ég hef nefnt. En rétt er, að það komi greinilega fram, að um málefnalegan ágreining er ekki að ræða milli þeirra, sem að meirihlutanál. standa.