15.12.1964
Efri deild: 30. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 145 í B-deild Alþingistíðinda. (162)

6. mál, þingsköp Alþingis

Forsrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Ég þakka hv. d. fyrir greiða afgreiðslu þessa máls. Ég gat því miður ekki verið við 2. umr., en ég las það í blöðum, sem ég vildi leiðrétta, ef rétt er eftir haft, og ég hef raunar ekki kannað með því að lesa þingræður, að því hafi verið haldið fram, að um þetta frv. hafi verið samið milli flokka utan þings, þ.e.a.s. það hafi einhverjir samningar verið gerðir um þetta mál annaðhvort við Alþb. eða Sósfl. utan þings. Hafi þessu verið haldið fram, er það alger misskilningur. Þetta vil ég að liggi fyrir og sé öllum ljóst.