09.02.1965
Neðri deild: 40. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 159 í C-deild Alþingistíðinda. (2320)

122. mál, skrásetning réttinda í loftförum

Forsrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Hæstv. samgmrh. þurfti að skreppa úr bænum, en ég sé ekki ástæðu til annars en að frv. það, sem hér er á dagskrá, sé hægt að afgreiða til 2. umr. og n. Þetta frv. er samið í framhaldi af og af sömu aðilum og sömdu frv. til l. um loftferðir, sem afgreitt var frá síðasta Alþingi. Um það urðu að vísu nokkrar deilur varðandi minni háttar atriði, en ég geri ráð fyrir, að það sé síður hætta á því í sambandi við þetta frv. og það, sem næst er á dagskrá, því að hér er aðallega um fræðileg og tæknileg atriði að ræða, sem mun vera mjög erfitt fyrir aðra, en sérfræðinga, að gera sér grein fyrir.

Ég leyfi mér að leggja til, að frv. verði afgr. til 2. umr. og sent til hv. samgmn.