11.11.1964
Sameinað þing: 10. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 560 í D-deild Alþingistíðinda. (3167)

213. mál, Keflavíkurvegur og Vesturlandsvegur

Landbrh. (Ingólfur Jónsson) :

Herra forseti. Spurt er að því, hvenær er áætlað, að lokið verði að steypa Keflavíkurveginn nýja. Því er til að svara, að ráðgert hefur verið og er enn að ljúka lagningu Reykjanesbrautar frá Engidal við Hafnarfjörð að bæjarmörkum í Keflavík á næsta ári, svo að hægt verði að taka allan veginn í notkun.

Í skýrslu um framkvæmd samkv. vegáætlun 1964 er frá því greint, að í lok þessa árs eða byrjun næsta árs verði lokið allri undirbyggingu vegarins að undanskildum 1.4 km kafla í Ytri-Njarðvík, en þar þurfti að færa úr vegarstæðinu mikið af síma- og rafmagnsstrengjum og er því verki nú að mestu lokið. Á vori komanda verður því aðeins eftir að setja varanlegt slitlag á 22 km kafla. Er nú unnið að lokaáætlunum um það verk. Má því reikna með, að Reykjanesbrautinni í því formi, sem ætlað er að byggja hana, verði lokið á næsta sumri, árinu 1965, eins og alltaf hefur verið ráðgert.

B-liður fsp. er: „Hefur verið ákveðið um varanlega gatnagerð á Vesturlandsvegi frá Reykjavík, og sé svo, hvenær hefjast framkvæmdir?“

Því er til að svara, að mælingum og rannsóknum varðandi framtíðarlegu Vesturlands- vegar frá Reykjavík og inn að Kollafirði var lokið á s.l. sumri. Hefur endanleg lega vegarins nú verið ákveðin í samráði við hlutaðeigandi sveitarfélög og skipulagsyfirvöld. Áætlunum um kostnað við lagningu þessa nýja vegar sem hraðbrautar er enn ekki lokið. Hvenær hægt verður að hefja framkvæmdir við lagningu vegarins, er ekki enn ákveðið, en það mál mun koma til kasta Alþingis við afgreiðslu á vegáætlun fyrir árin 1965–1968, vegáætlun, sem afgreidd verður á þessu þingi og till. verður borin fram um næstu daga