19.04.1966
Neðri deild: 72. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 2514 í B-deild Alþingistíðinda. (1890)

138. mál, lögheimili

Frsm. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Þetta frv. um breyt. á I. nr. 35 frá 1960, um lögheimili, felur í sér þá breyt. eina, að íslenzkir starfsmenn alþjóðastofnana, sem Ísland er aðili að, haldi lögheimili sínu hér heima, þrátt fyrir búsetu erlendis, en sú regla gildir nú um alla starfsmenn í utanríkisþjónustu Íslands.

Allshn. hefur haft þetta frv. til meðferðar og telur sanngjarnt og eðlilegt, að þessi breyt. verði gerð, og leggur einróma til, að frv. verði samþykkt.