14.04.1966
Efri deild: 63. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 864 í B-deild Alþingistíðinda. (776)

181. mál, almennur frídagur 1. maí

Frsm. (Friðjón Skarphéðinsson):

Herra forseti. Frv. þetta, sem er stjfrv., er flutt til efnda á fyrirheiti, sem ríkisstj. gaf á sínum tíma stjórn A.S.Í. á 50 ára afmæli Alþýðusambandsins um, að 1. maí skuli vera almennur frídagur ár hvert. Heilbr.- og félmn. hefur fjallað um frv. og samþykkir að mæla með því, að það verði samþ. 3 nm. voru ekki viðstaddir afgreiðslu málsins í n., eins og getið er í nál. á þskj. 465.