18.04.1967
Efri deild: 72. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 1335 í B-deild Alþingistíðinda. (1194)

190. mál, girðingalög

Frsm. (Bjartmar Guðmundsson):

Herra forseti. Þetta frv. er flutt af ríkisstj. að beiðni Búnaðarfélags Íslands til þess að taka af tvímæli um skilning á girðingarl., svo að eigi valdi ágreiningi, hvernig beri að skilja það ákvæði að því er snertir viðhald girðinga, sem settar eru upp, eftir að l. voru samþ. nú fyrir tveimur árum. Við frv. var flutt ein brtt. í Nd., sem þar var samþ. á þá leið, að taka af öll tvímæli um það, að girðingal. gætu ekki ógilt þá samninga, sem búið væri að gera, áður en þau ganga í gildi varðandi viðhald girðinganna. Þetta er ekki stórt mál í sniðum og bæði landbn. Nd. og landbn. hér í þessari hv. d. hafa orðið sammála um að mæla með frv., að það verði samþ., og legg ég það til fyrir hönd n.