14.04.1967
Neðri deild: 68. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 1433 í B-deild Alþingistíðinda. (1270)

159. mál, skólakostnaður

Forseti (SB):

Eins og hv. 3. þm. Reykv. er kunnugt, er nú svo fáliðað hér í hv. þd., að útilokað er að fá afbrigði fyrir brtt. Ég mun þess vegna fara þess á leit við hann, að hann taki till. aftur til 3. umr., þannig að hægt væri að ljúka umr. nú. (EOl: Er sem sé ætlazt til þess af okkur, sem ráðherrar ætlast ekki til af sjálfum sér? Þeir eru ekki einu sinni við.) Það er annað mál, en ég vænti, að það komi ekki að sök, till. verður borin upp að sjálfsögðu, og skiptir ekki máli, hvort hún er borin upp við 2. eða 3. umr. Og ég vil aðeins vekja athygli á því, að tveir hv. þm., sem voru á mælendaskrá, hafa fallið frá orðinu til þess að greiða fyrir því, að umr. gæti orðið lokið. En forseti getur að sjálfsögðu freistað þess að fá afbrigði. Ég hygg, að það muni vera rétt, að afbrigði muni ekki fást, og ef hv. 3. þm. Reykv. ekki mælir því gegn, þætti forseta vænt um, að hann mætti líta svo á, að till. sé tekin aftur til 3. umr. (EOl: Gerið þið svo vel.) Hv. 3. þm. Reykv. hefur tekið till. aftur til 3. umr. og ég er honum þakklátur fyrir það.