17.04.1967
Neðri deild: 71. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 1469 í B-deild Alþingistíðinda. (1291)

159. mál, skólakostnaður

Gísli Guðmundsson:

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð. Eins og hv. þm. heyrðu, bar ég fram hér áðan nokkrar spurningar til hæstv. ráðh, varðandi einstök atriði í þessu frv. Engin svör hafa komið fram við þessum spurningum, og í sambandi við það vil ég lýsa því yfir, að ég mun greiða atkv. á móti þessu frv. Má að vísu vera, að svörin hefðu orðið á þá leið, að ég hefði heldur ekki séð mér fært að greiða atkv. með frv., þótt þau hefðu fram komið, en eins og á stendur, að svörin hafa ekki komið, mun ég greiða atkv. gegn frv.