06.12.1966
Neðri deild: 22. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 20 í B-deild Alþingistíðinda. (28)

3. mál, gjaldaviðauki

Frsm. (Davíð Ólafsson):

Herra forseti. Eins og segir í aths. við þetta lagafrv., er hér um að ræða að innheimta tiltekin gjöld á árinu 1967 með viðaukum, og hafa sams konar lög verið samþykkt á undanförnum þingum.

Fjhn. þessarar hv. d. hefur haft þetta mál til meðferðar. Frv. er samhljóða núgildandi lögum um þetta efni að öðru leyti en því, að í stað ársins 1966 stendur nú í frv. 1967, þannig að það er gert ráð fyrir, að þetta gildi fyrir næsta ár. N. hefur orðið sammála um að leggja til, að frv. verði samþ. óbreytt.