11.04.1967
Neðri deild: 64. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 1119 í B-deild Alþingistíðinda. (913)

166. mál, Iðnlánasjóður

Eðvarð Sigurðsson:

Herra forseti. Mál það, sem hér er nú til umr., hefur fyrr í vetur verið nokkurt hitamál hér í þessari hv. d. Það tókst ekki að afgreiða það á venjulegan hátt til hinnar föstu n. þingsins, heldur varð að skipa í það sérstaka þn., en svo er nú farið, að ekkert hefur frá þeirri n. heyrzt, og nú er komið hér fram nýtt stjfrv. um sama eini. Út af fyrir sig er engin deila um, að nauðsynlegt sé, að veiðarfæraiðnaður hafi lífvænlegan rekstrargrundvöll hér í okkar landi. Enginn neitar því. Hins vegar var það, sem menn greindi á um, sá skattur, sem átti að leggja á innflutt veiðarfæri til þess að standa undir þessari sérstöku aðstoð til eins fyrirtækis, Hampiðjunnar.

Við Alþb.-menn vorum á móti þeim 2% skatti, sem þá var gert ráð fyrir að leggja á innflutt veiðarfæri, og afstaða okkar er hin sama til þess 1% skatts, sem nú á að leggja á innflutt veiðarfæri skv. þessu frv. Frv. hefur sem sé tekið þeim breyt., að skatturinn á innflutt veiðarfæri er lækkaður úr 2% niður í 1% og einnig er gert ráð fyrir annarri tekjuöflun og gegn henni erum við að sjálfsögðu ekki. Við erum á móti þessum skatti á veiðarfærin, sem við teljum, að sé ranglátur, það sé algerlega skakkt að vera að skattleggja þann atvinnuveg, sem þegar þarf mjög margbreytilega aðstoð. En eins og ég hef áður sagt, teljum við, að hér sé stuðnings þörf við þessa atvinnugrein, svo og aðrar, og þess vegna hef ég gerzt meðflm. með þeim breyt, á frv., sem felast á þskj. 437 og nú hefur verið lýst hér, og ég tel ekki ástæðu til að hafa fleiri orð um.