13.11.1967
Efri deild: 15. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 233 í B-deild Alþingistíðinda. (195)

21. mál, stofnun og slit hjúskapar

Dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Þetta frv. er hliðstætt því, sem ég var áðan að gera grein fyrir.

Það er lagt til hér, að hjúskaparaldur karla verði færður niður í 20 ár, og er að því leyti talið sambærilegt við niðurfærslu kosningaraldurs og lögræðisaldurs. Það stefnir að þessu sama marki hjá Norðurlöndunum, að lækka aldurinn niður í 20 ár, og sennilegt er, að innan tíðar gildi þessi sömu aldursákvæði á öllum Norðurlöndunum, nema hjá Finnum, sem eru að vísu með enn þá lægri aldur, 17 ára giftingaraldur kvenna og 18 ára karla.

Ég vildi leyfa mér að leggja til, að málinu verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. allshn.