30.11.1967
Efri deild: 27. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 233 í B-deild Alþingistíðinda. (197)

21. mál, stofnun og slit hjúskapar

Frsm. (Jón Þorsteinsson):

Herra forseti. Allshn. hefur athugað þetta frv. og mælir með samþykkt þess, svo sem nál. á þskj. 97 ber með sér. Þetta frv. tekur til breytinga á l. um stofnun og slit hjúskapar frá árinu 1921, en í 7. gr. þeirra l. segir, að bannað sé að vígja yngri karlmann en 21 árs og í 8. gr. l. segir, að „nú er annað hjónaefna yngra en 21 árs og má þá eigi vígja það án samþykkis foreldra“.

Frv. felur það í sér, að aldursmörk þessara beggja gr. eru færð niður úr 21 ári í 20 ár og er það í samræmi við breytingar á kosningarréttaraldrinum og önnur frv., sem hafa komið hér fram og hafa verið flutt að undirlagi n. þeirrar, sem ég vitnaði til áðan. Þetta er aðeins eitt af þeim frv., sem þarf að færa til samræmis við þá stefnu, að aldursmörk og réttindi miðist við 20 ára aldur í staðinn fyrir 21 árs.