19.02.1968
Efri deild: 59. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 746 í B-deild Alþingistíðinda. (611)

138. mál, ráðstafanir vegna sjávarútvegsins

Einar Ágústsson:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðh. fyrir þessar upplýsingar, sem mér koma satt að segja mjög á óvart. Hann upplýsir það, að til þess að standa undir 202 millj. kr. útgjöldum úr ríkissjóði þurfi sérstakar tekjuöflunarráðstafanir. Og þá vil ég leyfa mér að bera fram spurningu — annaðhvort til hans eða einhverra annarra þeirra, sem svör vita við henni: Hvað varð um tekjuauka ríkissjóðs, sem stóð til, að mætti tollalækkununum? Ég held, að hér sé eitthvað meira en lítið skrýtið á ferðinni, sem full ástæða sé til a