17.04.1969
Neðri deild: 78. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1019 í B-deild Alþingistíðinda. (1142)

117. mál, Háskóli Íslands

Frsm. meiri hl. (Benedikt Gröndal):

Herra forseti. Við fyrri hl. þessarar umr. var um það spurt, hvort lagadeild Háskóla Íslands væri reiðubúin að taka við því prófessorsembætti í ættfræði, sem frv. fjallar um. Svarað var, að það hefði verið kannað og mundi deildin vera reiðubúin til þess, en um formlega ákvörðun deildarinnar hefði ekki verið að ræða. Í tilefni af þessu skrifaði menntmn. Nd. Háskóla Íslands og óskaði eftir staðfestingu á því, að lagadeild væri reiðubúin til þess að samþykkja, að þetta embætti yrði þar sett. Rektor Háskólans, Ármann Snævarr, hefur í dag skrifað menntmn. svo hljóðandi bréf:

„Borizt hefur bréf hv. menntmn. Nd. Alþ. frá 115. apríl um prófessorsembætti það, sem um ræðir í 117. þingmáli. Erindið hef ég sent lagadeild, og leyfi ég mér hér með að senda bréf, sem borizt hefur frá deildinni. Virðingarfyllst,

Ármann Snævarr, rektor.“

Bréf lagadeildar hljóðar svo:

„Reykjavík, 16. apríl 1969.

Lagadeild hefur í dag rætt bréf menntmn. Nd. Alþ. til háskólarektors, dags. 15. apríl. Gerð var þessi ályktun:

Lagadeild fellst á, að prófessorsembætti það, sem um ræðir í bréfi menntmn., verði tengt lagadeild. Deildin tekur jafnframt fram, að hún telur lögfestingu þessa embættis, ef til kemur, óviðkomandi áætlun deildarinnar og háskólaráðs frá 1964 um fjölgun prófessorsembætta í lagadeild. Væntir hún þess, að fé verði veitt á fjárlögum næsta árs til að skipað verði í prófessorsembætti það, sem lögfest var með lögum nr. 27 frá 29. apríl 1967.

Virðingarfyllst,

Þór Vilhjálmsson,

deildarforseti.“