12.05.1969
Efri deild: 91. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1217 í B-deild Alþingistíðinda. (1285)

222. mál, ríkisreikningurinn 1967

Frsm. meiri hl. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Það er rétt, að ég árétti það aðeins, að ég er ekki frsm. fjhn., heldur meiri hl. fjhn. Það er þó ekki vegna þess, að ágreiningur hafi í sjálfu sér verið um það í n., eða meðal þeirra nm., sem viðstaddir voru, þegar málið var afgr., að samþ. beri frv., um það voru allir sammála, en tveir hv. nm. óskuðu þó að skila séráliti, að mér skilst til þess að koma þannig á framfæri vissum aths., sem þeir telja sig þurfa að gera við reikninginn. Í sjálfu sér væri það líka óeðlilegt, ef ágreiningur væri um það í hv. þd., að ekki bæri að samþ. ríkisreikninginn, því á hann ber að mínu áliti a.m.k. að líta sem skýrslu niðurstöður ríkisreikninganna, svo að með samþykktinni er auðvitað í sjálfu sér ekki verið að taka afstöðu til réttmætis einstakra greiðslna, sem átt hafa sér stað úr ríkissjóði. Hins vegar, eins og fram kom í framsöguræðu hæstv. fjmrh. við 1. umr. málsins, voru það 2 atriði í ríkisreikningnum, sem endurskoðendur höfðu skotið til aðgerða Alþ., eins og það var orðað, en að mínu áliti gerði hæstv. fjmrh. fullnægjandi grein fyrir báðum þessum atriðum í framsögu sinni við 1. umr. Í samræmi við það leggur meiri hl. til, hæstv. forseti, að frv. verði samþ., eins og það liggur fyrir.