06.05.1969
Efri deild: 86. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1558 í B-deild Alþingistíðinda. (1671)

223. mál, verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf

Pétur Benediktsson:

Herra forseti. Eins og þér munuð minnast, tókum við nokkrir deildarmenn aftur til 3. umr. fyrri brtt. á þskj 589. Nú hefur það orðið að ráði að taka þessa brtt. aftur, en bera fram nýja brtt. Þar sem málið er ákaflega einfalt, þá leyfi ég mér að bera hana fram skriflega og óska eftir nauðsynlegum afbrigðum til þess að hún megi koma til umræðu og atkvæða.

Brtt. er sú, að við 3. gr. frv. bætist orðin: „Álagningarhlutfall á vindlingum (sígarettum) og smávindlum (cigarillos) skal vera þannig, að samkeppnisaðstaða síðarnefndrar vörutegundar gegn vindlingum sé auðvelduð, eftir því sem atvik leyfa.“

Þessi nýja brtt. er flutt af sömu flm. og hin fyrri, nema ekki hefur náðst til hv. 4. þm. Norðurl. e., sem ekki er á þingfundi í dag. Við erum með þessu orðalagi að reyna að mæta réttmætum mótbárum hæstv. fjmrh. við fyrri till., þar sem gert var ráð fyrir ákveðnu hlutfalli milli álagningar á vissar tóbakstegundir, og vonum að þetta verði auðveldara í framkvæmd og geti orðið til að ná svipuðum árangri og við ætluðum okkur með till.