28.04.1969
Efri deild: 79. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1683 í B-deild Alþingistíðinda. (1839)

164. mál, sala Úlfarsfells í Helgafellssveit

Frsm. (Jón Árnason):

Herra forseti. Frv. til l. um heimild fyrir ríkisstj. til að selja eyðijörðina Úlfarsfell í Helgafellssveit hefur verið til athugunar í hv. landbn. Mál þetta er komið frá hv. Nd., en hún hafði leitað umsagnar landnámsstjóra ríkisins um málið. Kemur þar fram í áliti landnámsstjóra, að hann telur eðlilegt, að ábúanda Arnarstaða í sömu sveit sé seld jörðin, þar sem Úlfarsfell sé of landlítil jörð til þess að unnt verði að byggja hana á ný. Eins og fram kemur í fskj. með frv., mæla allir hreppsnefndarmenn í Helgafellssveit með sölu jarðarinnar til Hans Sigurðssonar, bónda á Arnarstöðum, og hafa þar með hafnað væntanlegum forkaupsrétti að jörðinni fyrir hreppsins hönd, þegar til kemur.

Herra forseti. Ég vil því fyrir hönd landbn., sem mælir einróma með samþykkt frv., leyfa mér að leggja til, að frv. verði samþykkt og því að lokinni þessari umr. vísað til 3. umr.