08.05.1969
Neðri deild: 90. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1751 í B-deild Alþingistíðinda. (2020)

210. mál, sala Höfðahóla með Hólagerði og Spákonufell í Höfðahreppi

Frsm. (Pálmi Jónsson):

Herra forseti. Landbn. þessarar hv. d. hefur athugað frv. þetta og sent það til umsagnar jarðeignadeildar ríkisins og landnámsstjóra, eins og venja et til um slík frv. Umsagnir þessara aðila voru jákvæðar, en fram komu ábendingar varðandi nöfn jarðanna, sem mér sem flm. þessa frv. höfðu verið gefnar skakkar upplýsingar um, þegar ég flutti frv. N. leggur til, að frv. sé breytt í samræmi við þær ábendingar, sem fram komu, þannig að í stað orðanna „Höfðahóla og Stóra-Spákonufell“ komi: „Höfðahóla með Hólagerði og Spákonufell“. Flytur n. brtt. um þetta efni á þskj. 639 og einnig um, að fyrirsögn frv. breytist í samræmi við það. Að öðru leyti leggur n. til, að frv. verði samþ. með þessum breytingum.