21.02.1969
Sameinað þing: 20. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1956 í B-deild Alþingistíðinda. (2151)

Efnahagsmál

Forseti (BF):

Vegna aths. hv. 3. þm. Norðurl. v. í upphafi ræðu hans áðan um það, að æskilegt væri, að fram færi á þingi umr. um skýrslur ráðh., m. a. um utanríkismál, vill forseti upplýsa, að hæstv. utanrrh. hefur fyrir nokkrum dögum tilkynnt skrifstofu Alþ., að hann hafi slíka skýrslu tilbúna. óskaði hæstv. ráðh. jafnframt, að skýrslan yrði tekin til umr. í Sþ. Mun það verða gert fyrri hl. næstu viku, væntanlega á þriðjudag. (Gripið fram í.) Þá vill forseti einnig í þessu sambandi minna á, að skýrsla hæstv. samgmrh. um framkvæmd vegáætlunar 1968 liggur prentuð á borðum hv. þm. Var hún á dagskrá Sþ. s. l. miðvikudag, þótt ekki tækist þá að koma henni til umræðu. Vill forseti leyfa sér að vænta þess, að betur takist til næsta miðvikudag, að því er þessa skýrslu snertir.