18.12.1968
Efri deild: 34. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 244 í B-deild Alþingistíðinda. (279)

14. mál, ferðamál

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Frv. þetta skýrir sig sjálft. Það er um ferðamál. Það er í 7 greinum og hefur þær breytingar aðallega í för með sér að ákveða, hvaða skilyrði þarf að uppfylla, til þess að leyfi fáist til ferðaskrifstofurekstrar, og einnig um það, hvenær leyfi fellur niður til þess að reka ferðaskrifstofu, og það, að hækka tryggingarféð úr 350 þús. í 11/2 milljón.

Ég sé ekki ástæðu til, herra forseti, að fara fleiri orðum um þetta mál til skýringar, vegna þess að því fylgir allgóð grg., og legg til, að málinu verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. samgmn.