12.03.1969
Sameinað þing: 35. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 366 í D-deild Alþingistíðinda. (3259)

75. mál, afstaða Íslands til Atlantshafsbandalagsins

Lúðvík Jósefsson:

Herra forseti. Ég vil aðeins taka fram í sambandi við það, sem hér hefur verið sagt, bæði af hæstv. forseta og hv. síðasta ræðumanni, að dagskrártill. er um það — og þannig hefur alltaf verið litið á dagskrártill. — hún er um að ljúka umr. Dagskrártill. er beinlínis um það að ljúka umr. og víkja að næsta máli á dagskrá. Hin till. er um að vísa málinu til n. og halda umr. áfram. Spurningin er auðvitað um það í þessu tilfelli eins og öðrum, þegar fram er komin dagskrártill. í máli, hvort það beri ekki að bera slíka till. upp. Hún er annars eðlis, en aðrar till., sem hefði verið eðlilegt að láta ganga til n. til sérstakrar athugunar, en dagskrártill. er í eðli sínu till. um að ljúka umr. með þar tiltekinni atkvgr. Ég held mig því fast við þessa skýringu og ég þekki engin dæmi þess, eins og ég segi, hvorki utan þings né innan, að eftir að fram er komin rökstudd dagskrá, þyki ástæða til þess að fara að vísa henni til n., heldur alltaf um það, að hún sé borin upp og þannig reynt á það, hvort meiri hl. fæst fyrir því að ljúka málinu á þann hátt, sem lagt er til í hinni rökstuddu dagskrá.