20.11.1968
Sameinað þing: 13. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 646 í D-deild Alþingistíðinda. (3640)

54. mál, sjónvarpsmál

Fyrirspyrjandi (Steingrímur Pálsson):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. fyrir þessar fróðlegu upplýsingar. Ég veit, að það er mikið starf að dreifa sjónvarpi um allt landið, en ég sakna þess sérstaklega mikið, að Strandasýsla skuli vera skilin eftir, því að hún hefur áður dottið út úr einni áætlun, svokallaðri Vestfjarðaáætlun og ég vil því aðeins skora á hæstv. menntmrh. að reyna að vinna að því, eins og hægt er, að endurvarpsstöðvum í Steingrímsfirði, á Blönduósi og á Hvítabjarnarhóli verði hraðað sem mest.