19.03.1969
Sameinað þing: 36. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 805 í D-deild Alþingistíðinda. (3858)

277. mál, stækkun áburðarverksmiðjunnar

Fyrirspyrjandi (Jónas Jónsson):

Herra forseti. Ég hef leyft mér að beina eftirfarandi fsp. til hæstv. landbrh.

l. Hefur ríkisstj. formlega samþ. áætlanir Áburðarverksmiðjunnar um fyrirhugaða stækkun?

2. Hvaða áburðartegundir er fyrirbugað að framleiða í Áburðarverksmiðjunni eftir stækkunina?

3. Hefur verið gerð nákvæm rekstraráætlun fyrir hina nýju verksmiðju? Og hver verður þá framleiðslukostnaður á hverja köfnunarefniseiningu í hverri áburðartegund, miðað við núverandi verðlag? Og hvernig er hann borinn saman við verðlag á samsvarandi áburði erlendis?

4. Með hvaða verði á raforku til verksmiðjunnar er reiknað?