16.03.1970
Neðri deild: 60. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 1291 í B-deild Alþingistíðinda. (1710)

43. mál, Fjárfestingarfélag Íslands

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Hv. 4. þm. Austf., Lúðvík Jósefsson, beindi þeirri fsp. til mín, hvort sú stofnun, sem þetta frv. fjallar um, Fjárfestingarfélag Íslands h. f., mundi, ef til kæmi, heyra undir bankaeftirlitið.

Því ber að svara neitandi. Bankaeftirlitið tekur eingöngu til innlánsstofnana, en það kemur greinilega fram í frv., að þessari stofnun, Fjárfestingarfélaginu, er ekki ætlað að taka við innlánsfé til ávöxtunar, og mundi því vera bankaeftirlitinu óviðkomandi.