25.04.1970
Efri deild: 78. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 1308 í B-deild Alþingistíðinda. (1735)

43. mál, Fjárfestingarfélag Íslands

Frsm. minni hl. (Björn Jónsson):

Herra forseti. Ég þakka hv. form. fjhn. fyrir að hafa gengið úr skugga um þetta aðalatriði, sem kom hér fram í gær. Það er út af fyrir sig alrangt hjá honum, að ég hafi vefengt það, sem hv. 7. landsk. þm. sagði um þetta mál. En hitt gat ekki farið fram hjá neinum af þeim fjölmörgu aðilum, sem þetta mál varðar, að það lágu fyrir umsagnir, líklega heill tugur umsagna, bæði frá hinum tveimur forgönguaðilunum og fjölda mörgum öðrum, en engin frá Sambandi ísl. samvinnufélaga, svo að það þarf engan að undra það, að við vildum fá með fullu upplýst, hver afstaða Sambandsins væri. Nú liggur það hins vegar greinilega fyrir og er ekkert frekar um það að segja.