03.02.1970
Efri deild: 48. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 454 í B-deild Alþingistíðinda. (399)

115. mál, iðja og iðnaður

Frsm. (Jón Árm. Héðinsson):

Herra forseti. Eins og hv. dm. er kunnugt, er tími naumur til afgreiðslu á þessu máli, en í Nd. var gerð á því nokkur breyting, eins og kemur fram á þskj. 352. Þar var ákvæði tekið inn, er hljóðar á þessa leið:

„Engin ákvæði mega vera í samþykktum félags, sem brjóta í bága við íslenzk lög.“

Þetta er síðasta mgr. 2. gr. frv. Nál. hefur verið lagt fram skriflega. Iðnn. fékk nauman tíma til að athuga frv., en varð sammála um að mæla með því í heild, þó taka einstakir nm. fram, að þeir áskilja sér rétt til að flytja eða fylgja brtt. og eins og kom fram á nefndarfundi reikna ég með, að einhverjir nm. kunni að koma með till. og verður hún þá skriflega flutt, ef fram kemur.

Að svo mæltu legg ég til, að frv. verði samþykkt.