31.03.1971
Efri deild: 83. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 1015 í B-deild Alþingistíðinda. (1228)

293. mál, kjördagur 1971

Dómsmrh. (Auður Auðuns):

Herra forseti. Hv. 4. þm. Norðurl. e. lét orð falla í þá átt við 1. umr. um frv., að hann teldi kjördag 13. júní ekki heppilega valinn og hefur nú aftur látið í ljós þá skoðun sína og tjáð sig andvígan frv. Það er m. a. ein ástæða til þess, að rétt þykir að færa fram kjördaginn, og hún er sú, að þegar komið er fram undir júnílok, þá er komin meiri hreyfing á fólk og það hefur orðið töluverð breyting í rauninni á síðari árum að því leyti og sérstaklega, þegar komið er fram yfir þjóðhátíðardaginn. Ég minni á það, að við síðustu alþingiskosningar var kjördagur ákveðinn 11. júní. Að vísu var það þá ekki gert með lögum eins og nú, og ég minnist þess ekki, að þá hafi sá tími þótt óheppilegur eða það sætt aðfinnslum, að sá dagur var þá ákveðinn kjördagur.

Annars hafa menn sjálfsagt misjafnar skoðanir á því, hvenær kjördagur skuli vera, þegar breytt er frá ákvæðum kosningalaganna, og geri ég ráð fyrir, að það sýni sig þá í atkvgr., hvaða skoðun menn hafa á því.